. . . .

Magnesíum

Fróðleiksmolar um MAGNESIUM

Mg er nauðsynlegt frumubúskap líkamans. Það er erfitt að mæla magn þess þar sem í blóðprufum er einungis verið að mæla magn þess í blóðvökvanum, eða utan frumuveggjanna. Mg er jákvætt hlaðið og bindst því neikvætt hlöðnum mólikúlum og fríum radikúlum. Sykrur eru eitt af neikvætt hlöðnu mólikúlunum og er því fólk með sykur- og áfengissýki oft með mjög lágt Mg. Það bindst einnig fitu og er því mjög gott fyrir fólk með háa blóðfitu- það eykur hlutfall jákvæða kólestrólsins í blóðinu. Einnig virkar það vel til að lækka blóðþrýsting og er eitt besta fæðubótaefnið sem konur með meðgöngueytrun geta tekið. Einnig hefur það sýnt sig að fólk sem neytir nóg af Mg er í minni hættu á beinþynningu. Rannsóknir hafa sýnt að neyti fólk mikils Mg er það í minni hættu á hjarta og æðasjúkdómun, svo mikið að hjartalæknar í Svíþjóð hafa lagt það til í fullri alvöru að Mg verði bætt útí drykkjarvatnið. Auk þess virðist Mg hafa góð áhrif á fólk sem þjáist af fótaóeirð.

Mg skilst út með þvagi og er því ekki hægt að taka of mikið af því,- og þar sem það binst líka fitu bætir það líka hægðirnar J Allur “grænn” matur inniheldur Mg, það er eitt af efnunum sem stuðlar að ljóstillífun plantna þannig að því grænna því betra.

Þennan fyrirlestur fékk ég í dag frá svæfingalækni á spítalanum, manni sem ég treysti að viti hvað hann er að tala um. Þeirra aðal vinna er náttúlega að “efnastilla” fólk J Hann mælti sérstaklega með því að taka inn hreint Mg, eða citrus Mg. Við vorum með bauk af “Calcium og Magnisium” blöndu í vinnunni sem var kveikjan af þessari umræðu, en hann mælir ekki með því að þetta tvennt sé tekið saman. Þar sem þau eru bæði jákvætt hlaðin keppast þau því um sess. Svo má náttúrlega ekki taka þetta með lýsinu á morgnana því þetta binst fitu....

Mér fannst þetta svo frábært að ég ákvaðað reyna að koma þessu á blað meðan það er enn ferskt í huga mér... og boða svo fagnaðarerindið. (Kristín Pálsdóttir geislafræðingur; svæðanuddari, heilari og höfuðbeina- og spjaldhryggs meðferðaraðili)

Meira um Magnesíum:

Staðreyndir:

  • Nauðsynlegt fyrir heilbrigð og sterk bein, ásamt kalki og fosfór.
  • Nauðsynlegt fyrir rétta tauga- og vöðvastarfsemi.
  • Mikilvægt til þes að breyta blóðsykri í orku.
  • Þekkt sem andstreytusteinefnið.
  • Drykkjufólk skortir oft magnesíum.
  • Hvati til myndunar ýmissa ensíma, sérstaklega þeirra sem stjórna orkumyndun.
  • Náttúrulega vöðvaslakandi og nauðsynlegt fyrir starfsemi tauga.
  • Skortur á magnesíum hefur áhrif á taugaboð og vöðvasamdrátt. Rannsóknir benda til hærri tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hjá þeim sem hafa lítið af magnesíum í blóði.

Hvað gerir Magnesíum fyrir þig:

Hjálpar til að berjast gegn þunglyndi.
Stuðlar að heilbrigðara hjarta- og æðakerfi.
Hjálpar til að koma í veg fyrir hjartaslag.
Kemur í veg fyrir nýrna- og gallsteina.
Dregur úr meltingartruflunum.
Ver gegn taugaskemmdum, allt frá umhverfishávaða til líkamlegra áverka.
Heldur tönnum heilbrigðari.

Skortseinkenni:
Minna mótstöðuafl gegn sjúkdómum, þreyta, háþrýstingur, nýrnasteinar, fyrirtíðaspenna og beinþynning. Vandamál tengd taugum og vöðvum, lystarleysi, hraður hjartsláttur, flogaköst, krampar og sinadráttur. Vægur skortur eykur móttækileika taugafræðilegra streituvalda. Áhrif adrenalíns vegna sálfræðilegrar streitu veldur því að magnesíum skolast út með þvagi og birgðir líkamans klárast.

Matvæli sem innihalda Magnesíum:
Tofu, grænmeti, fræ, hnetur, heilkorn, þari, sojabaunir, hýðishrísgrjón, grænt laufgað blaðgrænmeti. Ferskt krydd á við papriku, steinselju og piparmyntu.

Bætiefni:
Er í fjölvítamínum og steinefnablöndum. Fáanlegt í ýmsum styrkleikum. Takist ekki eftir máltíðir, þar eð það vinnur gegn sýrustigi líkamans.

Eiturvirkni:
Stórir skammtar geta verið eitraðir, takir þú mikið af kalki og fosfór.

Gagnvirkni:
Þvagræsilyf, getnaðarvarnarlyf og áfengi.

Heilræði:
Öllu drykkjufólki er ráðlagt að taka inn magnesium, áfengið rænir því úr líkamanum.
Konur á pillunni eða sem taka inn estrógen ættu að taka stærri skammta af magnesíum. EF þú innbyrðir mikið af hnetum og grænu grænmeti, færðu líkast til meira en nóg af magnesíum – og svo þeir sem búa á svæðum með kalkríku vatni.

Ráðlagðir dagskammtar:
Piltar 11 – 14 ára 280 mg
Karlar 15 ára og eldri 350 mg
Konur 11 ára og eldri 280 mg
Þungaðar konur og m/barn á brjósti 280 mg.

Magnesíum:
Getur stuðlað að því að hindra hjartasjúkdóma – sérstaklega óreglulegan hjartslátt. Fjölsteinefnatafla gefur um það bil 25% af ráðlögðum dagskammti. Þeir sem ekki boða magnesíum auðugt fæði, geta tgekið 200 til 300 mg á dag í tölfuformi.

Magnesíum – gleymda aflið í baráttunni við öldrun:
Við höfum tilhneigingu til þess að borða fæði með minna magnesíuminnihaldi eftir því sem við eldumst og það sem verra er, magnesíum frásogast líka verr með aldrinum. Þeir sem þjást af verulegum skorti á magnesíum, eru líklega með óreglulegan hjartslátt, og háan blóðþrýsting og insúlínmótstöðu, sem gæti þróast upp í sykursýki.

Svona tefur magnesíum ferli öldrunar:
Dregur úr virkni sindurefna
Dregur úr hjartasjúkdómum
Leysir upp myndun blóðtappa
Lækkar blóðþrýsting
Kemur í veg fyrir sykursýki
Viðheldur (ásamt kalki) sterkum beinum